Verslunarskilmálar

Pantanir-Netverslun

Við munum alltaf gera okkar besta til að afgreiða pöntunina þína eins fljótt og við mögulega getum eftir að greiðsla hefur borist.  Almennur afgreiðslutími á pöntunum er 1-3 virkir dagar. Fáir þú pöntunarstaðfestingu senda í tölvupósti þýðir það ekki endilega að pöntunin þín hafi verið samþykkt.
Við áskiljum okkur fullan rétt til þess að fella niður hvaða pöntun sem er en áður en til þess kemur er kaupandi látinn vita með tölvupósti  Ástæður fyrir því að pöntun er felld niður eru aðallega þær að galli eða bilun kemur fram í vörunni við afgreiðslu, villur eru í vörulýsingum eða verði á heimasíðu, lagerstaða er röng eða um prentvillu í vörulýsingu / verði er að ræða.
Sala hefur ekki farið fram fyrr en varan er send af stað til kaupanda eða kaupandi móttekur hana í lagerafgreiðslu.

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Verð, skattar og gjöld:

Verð geta breyst án fyrirvara. Öll verð eru með 24% VSK og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Eignarréttarfyrirvari

Hið selda er eign seljanda þar til verðið er greitt að fullu í samræmi við 42. gr. laga nr. 75/1997.  Samþykktir víxlar, skuldabréf eða greiðsla með ávísunum afnema ekki eignarréttinn fyrr en full greiðsla hefur borist.

Skildu eftir svar