Select Page

Verslunarskilmálar

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Verð, skattar og gjöld:

Verð geta breyst án fyrirvara. Öll verð eru með 24% VSK og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Pantanir-Netverslun

Við munum alltaf gera okkar besta til að afgreiða pöntunina þína eins fljótt og við mögulega getum eftir að greiðsla hefur borist. Almennur afgreiðslutími á pöntunum er 1-3 virkir dagar. Fáir þú pöntunarstaðfestingu senda í tölvupósti þýðir það ekki endilega að pöntunin þín hafi verið samþykkt.
Við áskiljum okkur fullan rétt til þess að fella niður hvaða pöntun sem er en áður en til þess kemur er kaupandi látinn vita með tölvupósti Ástæður fyrir því að pöntun er felld niður eru aðallega þær að galli eða bilun kemur fram í vörunni við afgreiðslu, villur eru í vörulýsingum eða verði á heimasíðu, lagerstaða er röng eða um prentvillu í vörulýsingu / verði er að ræða.
Sala hefur ekki farið fram fyrr en varan er send af stað til kaupanda eða kaupandi móttekur hana í lagerafgreiðslu.  Ósóttar, greiddar pantanir eru geymdar í 90 daga.

Afhending vöru-Sendingarkostnaður


Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og fer sendingarkostnaður eftir verðskrá Íslandspósts. Hægt er að velja um að sækja pantanir á lager og er tölvupóstur sendur til kaupanda þegar pöntun er tilbúin til afhendingar og staðfesting á greiðslu hefur borist. Ósóttar, greiddar pantanir eru geymdar í 90 daga en að þeim tíma liðnum er þeim fargað.

Meðferð persónuupplýsinga

Viðskiptavinir geta þurft að gefa persónuupplýsingar vegna kaupa á vörum eða þjónustu á þessari vefsíðu (www.aukahlutir.is).
Það sama á við um upplýsingar sem notendur þurfa að gefa upp við notendaskráningar, innskráningar, fyrirspurnir eða kannanir á vefsíðunum. Farið er með persónuupplýsingar sem algjört trúnaðarmál og þær einungis nýttar til að tryggja viðskipavinum góða þjónustu. Persónuupplýsingum er aldrei dreift til þriðja aðila. Öll samskipti á heimasíðunni fer í gegnum SSL dulkóðun.

Vafrakökur (Cookies)-Skilmálar

Þeir sem heimsækja aukahlutir.is samþykkja notkun vefsins á vafrakökum (cookies)
Vefsíðan notast við vafrakökur (cookies) sem eru litlar textaskrár sem vistast í tölvu notandans. Þessar skrár eru nýttar til þess að þjónusta og greina heimsóknir á vefsíðuna og eiga þær ekki að vera aðgengilegar fyrir aðrar vefsíður.
Vafrakökur (cookies) gefa okkur upplýsingar um hvaða efni er skoðað á vefsíðunni og hvaða svæði hennar er mest notað. Það gefur okkur möguleika á að aðlaga vefinn betur að þörfum notenda.
Allar upplýsingar sem við fáum úr vafrakökum (cookies) eru nafnlausar og ekki er möguleiki fyrir okkur að tengja þær við einstaka notendur. Með því að samþykkja skilmála um notkun á vafrakökum (cookies) veita notendur okkur heimild til að safna upplýsingum um fjölda heimsókna og innlita, lengd innlita, hvaða síða er mest skoðuð og hversu oft, hvaða leitarorð leiða notendur á vefsíðuna, hvaða stýrikerfi eru notuð, hvaða netvafrar eru notaðir, hvenær dagsins vefsíðan er skoðuð og hvort ákveðin vefsvæði hafi leitt notendur á vefsíðuna.
Hægt er að breyta öryggisstillingum í flestum netvöfrum og meina þeim að taka á móti vafrakökum (cookies).

Vöruskil og endurgreiðslur
Vöruskil á ógölluðum nýjum vörum.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé kassakvittun eða sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta (kreditreikningur) eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan gildir í eitt ár frá útgáfudegi og er gild við almenn vörukaup. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Vöruskil á ógölluðum notuðum vörum.

Við bjóðum 100% endurgreiðslu við skil á ógölluðum notuðum vörum sé þeim skilað innan 7 virkra daga frá kaupdegi. Að öðru leyti gilda sömu skilmálar og um vöruskil á ógölluðum nýjum vörum.

Eignarréttarfyrirvari

Hið selda er eign seljanda þar til verðið er greitt að fullu í samræmi við 42. gr. laga nr. 75/1997. Samþykktir víxlar, skuldabréf eða greiðsla með ávísunum afnema ekki eignarréttinn fyrr en full greiðsla hefur borist.

© 2023 Tölvuland ehf. Allur réttur áskilinn. Öll verð eru með VSK og birt með fyrirvara um innsláttarvillur