Leiðbeiningar fyrir heillímdar skjávarnir.

Ath. Ef leiðbeiningar eru á pakkningunni skal fylgja þeim.

Almennar leiðbeiningar:

  1. Notið alkahólvættu þurrkuna og microfiberklútinn til að hreinsa skjáinn á símanum
  2. Notið „dust absorber“ límmiðann til að hreinsa rykkorn af skjánum. (Ef þau eru til staðar)
  3. Losið hlífðarfilmuna af límhliðinni á skjávörninni
  4. Leggið skjávörnina á símaskjáinn og gætið að því að hún sé rétt stillt við skjáinn
  5. Ýtið varlega á miðjuna á skjávörninni og límhluti hennar mun dreifa sér yfir skjáinn og festa hana við símann. Ef loftbólur myndast undir skjávörninni við ásetningu er gott að „ýta“ þeim út af skjánum með því að strjúka varlega yfir hann með fingrunum eða mjúku plastkorti.

VARÚÐ

Ef þessi skjávörn er framleidd úr glerefni þá eru brúnirnar viðkvæmasti hluti hennar.  Varist að nota afl við að að setja skjávörnina á símann þar sem það getur skemmt bæði skjávörnina og símann.