Sendingamöguleikar og vöruafhending

Sent með póstinum:

Hægt er að velja um nokkra möguleika:

Fá sent í póstbox: Póstbox eru staðsett um allt land og eru flest þeirra opin allan sólarhringinn. Á höfuðborgarsvæðinu er möguleiki á að fá pöntun sem berst fyrir kl. 11:00 senda samdægurs í póstbox.

Fá sent í pakkaport: Pakkaport eru staðsett á völdum stöðvum Orkunnar og Krambúðarinnar

Fá sent á pósthús: Hægt er að fá pöntun senda á pósthús

Heim með póstinum: Heimkeyrsla er í boði fyrir þá sem vilja pakkann heim að dyrum.

Þú færð tilkynningu í tölvupósti um leið og pöntunin þín hefur verið send af stað til póstsins, en við reynum að afgreiða allar pantanir eins fljótt og mögulegt er. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta sér þjónustu póstsins og fá pöntunina senda heim, á pósthús eða í póstbox. Sendingartími er oftast stuttur og jafnvel ekki nema 2 virkir dagar og í sumum tilvikum berst pöntunin samdægurs. Sendingarkostnað þarf alltaf að greiða við pöntun á vörunni og fer verð eftir verðskrá Íslandspósts.

Sækja á lager:

Þeir sem velja að sækja vöru á lager eða vilja skoða vöru áður en þeir kaupa geta komið á opnunartíma vöruafgreiðslu. Vöruafgreiðsla er alltaf lokuð um helgar. Þú færð tölvupóst um leið og pöntunin þín er tilbúin til afhendingar. Tölvupósturinn inniheldur allar upplýsingar um opnunartíma vöruafgreiðslu og heimilisfang.

Opnunartími lagerafgreiðslu

Mánudaga: 14:00-17:00

Hér erum við:

Tölvuland
Skeljagrandi 1, 107 Reykjavík
Sjávarmegin. Gengið inn frá bílastæði.
S:899-3417
Netfang tolvuland@tolvuland.is

GPS hnit
Longitude: -21.979852826334536
Latitude: 64.14993326630196

Nýjar og væntanlegar vörur