Vöruafhending

Þú getur sótt pöntunina þína til okkar á ákveðnum tímum en við hvetjum þig til að nota þjónustu póstsins og fá pöntunina senda heim eða í póstbox.

Sækja á lager:
Þú færð tölvupóst um leið og pöntunin þín er tilbúin til afhendingar. Tölvupósturinn inniheldur allar upplýsingar um opnunartíma vöruafgreiðslu og heimilisfang.

Fá sent með póstinum:
Við sendum vörur með póstinum hvert á land sem er.  Þú færð tilkynningu í tölvupósti um leið og pöntunin þín hefur verið send af stað til póstsins, en við reynum að afgreiða allar pantanir eins fljótt og mögulegt er. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta sér þjónustu póstsins og fá pöntunina senda heim, á pósthús eða í póstbox. Sendingartími er oftast stuttur og jafnvel ekki nema 2 virkir dagar í sumum tilvikum. Sendingarkostnað þarf alltaf að greiða við pöntun á vörunni.