Þegar þú velur hleðslutæki fyrir símann þinn eða spjaldtölvuna þarftu að vera viss um að hleðslutækið sé nógu öflugt. Hleðslutæki sem er 1A getur t.d. hlaðið síma en ekki spjaldtölvu. Hleðslutæki sem er 2,4A getur hlaðið 2 síma í einu og eina spjaldtölvu í einu. Því öflugra sem hleðslutækið er því fljótara er það að hlaða nema þú sért að nota ódýra venjulega hleðslusnúru. USB-S snúrur eru þannig oftast fljótari að hlaða og síðan skiptir líka máli hvernig vírar eru í snúrunni. Stundum eru dýrari hleðslutæki og snúrur fljótari að hlaða en það er þó ekki alltaf svo. Best að skoða tækniupplýsingar um vöruna og leita að tölum undir „útgangsspenna“ eða „output“. Þar á að koma fram afl hleðslutækisins og geta hleðslusnúrunnar í amperum (A).