Persónuvernd

Persónuverndaryfirlýsing Tölvulands ehf.

Tölvulandi er umhugað um öryggi þeirra persónuupplýsinga sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu fyrirtækisins kemur fram hvernig og í hvaða tilgangi er farið með persónuupplýsingar viðskiptavina. Við viljum að viðskiptavinir okkar séu upplýstir um það hvernig fyrirtækið vinnur með persónuupplýsingar.
Ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga er Tölvuland ehf kt. 620509-0860. Persónuupplýsingarnar eiga við um þá tölvuþjónustu sem fyrirtækið veitir viðskiptavinum sínum, heimasíður þess og netverslun á vefslóðunum tolvuland.is, tolvuland.com og aukahlutir.is. Öll samskipti á heimasíðum fyrirtækisins fara í gegnum SSL dulkóðun. Hægt er að senda fyrirspurn um meðferð persónuupplýsinga fyrirtækisins á netfangið tolvuland@tolvuland.is.

Persónuupplýsingar og meðhöndlun þeirra

Við vinnum með ákveðnar persónuupplýsingar sem þú sem viðskiptavinur veitir okkur, en upplýsingarnar notum við til þess að geta veitt þér sem besta þjónustu. Við höldum ekki utan um upplýsingarnar lengur en nauðsynlegt er en okkur ber t.d. að geyma upplýsingar um vörukaup og greiðslur í minnst 7 ár samkvæmt lögum um bókhald.
Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 hefur þú rétt til að óska eftir afriti af persónuupplýsingunum þínum, leiðrétta þær eða afturkalla

Tengiliðir
Við þurfum að halda utan um kennitöluna þína, nafnið þitt, heimilisfang, netfang og símanúmer til þess að geta:
Látið þig vita þegar pöntun er tilbúin
Látið þig vita þegar pöntun er send af stað til þín
Tryggt réttindi þín vegna ábyrgðar og vöruskila
Gert löglega reikninga fyrir vöru eða þjónustukaupum
Haft samband við þig vegna þjónustu eða vörukaupa þinna
Sent þér auglýsingar og tilboð ef þú hefur skráð þig á póstlista. (Þér stendur alltaf til boða að afskrá þig af póstlista)
Við látum þriðja aðila þessar upplýsingar aldrei í té nema í þeim tilvikum sem það er nauðsynlegt vegna t.d. sendinga/flutninga á vörum eða til að uppfylla ábyrgðarþjónustu vegna viðgerða.
Þér stendur alltaf til boða að afskrá þig af póstlista

Upplýsingar um greiðslur
Við vistum engar kortaupplýsingar á okkar netþjónum, en þegar þú greiðir fyrir vörukaup í netverslunum okkar fer greiðslan fram á öruggri greiðslusíðu kortafyrirtækis / færsluhirðis sem síðan sendir okkur staðfestingu um greiðsluna.
Upplýsingar um vörukaup þín eins og hvaða vörur þú verslaðir, hvort þú hafir greitt fyrir þær, hvaða upphæð þú greiddir ásamt upplýsingum um þig sem tengilið eru vistaðar hjá okkur. Þessar upplýsingar eru notaðar til að afgreiða pöntunina þína miðað við þær leiðir og þá þjónustu sem þú valdir við frágang á henni.

Meðhöndlum tölvugagna og geymslumiðla
Tölvugögn/ afrit viðskiptavina eru aldrei geymd á tölvum / netþjónum okkar. Í þeim tilvikum þar sem viðskiptavinir biðja um afrit á tölvugögnum eru afrit færð beint yfir á gagnageymslu / tölvur viðskiptavina. Viðskiptavinir fá bilaðar gagnageymslur / harðdiska afhenta við lok viðgerðar. Ósóttar tölvur / gagnageymslur viðskiptavina eru geymdar í einn mánuð en að þeim tíma liðnum eru þær sendar til Efnamóttökunnar / Terra til förgunar.
Tæknilegar upplýsingar
Þegar þú heimsækir vefsíður og netverslanir okkar þá er ákveðnum gögnum safnað sjálfkrafa. Þessi gögn innihalda upplýsingar eins og t.d. upplýsingar um IP tölu, netvafra, tölvukerfi og fl. Upplýsingar eru einnig skráðar um það hvernig þú tengdist vefsíðunni (í gegnum hlekk), frá hvaða vefsíðu þú tengist, tíma og lengd heimsóknar þinnar, hvaða síður þú skoðar og hvaða vörur eða þjónustu þú keyptir ef það á við. Þessar upplýsingar eru mögulega skráðar með notkun þinni á vafrakökum (cookies). Nánari upplýsingar um vafrakökur.

Aðrar upplýsingar
Við vinnum með ópersónugreinanlegar upplýsingar eins og tölfræðiupplýsingar. Þær er ekki hægt að rekja til þín sem viðskiptavinar en þetta eru t.d. upplýsingar um fjölda pantana, heimsóknir á vefsíðu, notkun afslátta og fl.